Skilmálar
1. Um Okkur GolfCompany.is er í eigu Sport Company ehf (kt. 501111-1470, vsk nr. 109861) GolfCompany.is er verslun með fallegan og vandaðan golffatnað og aukahluti fyrir konur og karla. Hjá okkur er að finna frábært úrval að hágæða golffatnaði fyrir golfara.
2. Vörur og verð Öll verð á vefverslun eru birt með virðisaukaskatti. Verð og vöruúrval eru sett fram með fyrirvara um breytingar, prentvillur og/eða myndvillur.
3. Afhending vöru Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé vara ekki til mun verslunin hafa samband og tilkynna viðskiptavini áætlaðan afhendingartíma vörunnar.
Frí heimsending er á öllum pöntunum innanlands yfir 15.000 kr en einnig er hægt að sækja í verslun okkar, Bæjarlind 14 – 16, 201 Kópavogi. Öllum heimsendum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Golf Company.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá GolfCompany.is til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
4. Skilafrestur og endurgreiðsluréttur Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskyldu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í fullkomnu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu þegar ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að vara er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Ekki er hægt að skila útsöluvörum. Vinsamlegast hafðu samband við GolfCompany.is með allar spurningar.
5. Trúnaður Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem verða til við viðskipti á síðunni GolfCompany.is. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum nema lög segi til.
6. Almennt GolfCompany.is (Sport Company ehf.) áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d vegna rangra verðupplýsinga, stöðuupplýsinga og ef vara er hætt í sölu. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
7. Persónuvernd
Allar upplýsingar sem verða til við notkun vefsíðunnar eru ekki og verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Um vefkökur og notkun þeirra
Vefkökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru vistaðar á tölvunni þinni eða öðrum snjalltækjum sem þú notar til að heimsækja vefsíðu í fyrsta sinn. Vefkökurnar gera það að verkum að vefsíðan man eftir þér og hvernig þú notaðir síðuna í hvert sinn sem þú heimsækir hana aftur. Vefkökur innihalda ekki persónuupplýsingar á borð við nafnið þitt, netfang, símanúmer eða kennitölu.
Vefkökur sem teljast nauðsynlegar gera notandanum kleift að ferðast um vefsíðuna og nota þá virkni sem síðan býður upp á. Vefkökur sem notaðar eru til að bæta virkni vefsíðunnar og auka þannig þjónustu við notendur gera svo með því að t.d. muna hvaða vörur voru settar í körfu eða innskráningu á Mínar síður.